Hinsegin

HINSEGIN, EÐA HVAÐ?

úr flokknum einstaklingsráðgjöf

Sá viðburður að koma út úr skápnum reynist flestum samkynhneigðum einstaklingum mjög erfið lífsreynsla. Þetta getur sömuleiðis verið erfið stund fyrir aðstandendur, maka, foreldra og börn. Ættingjar, vinir og vinnufélagar geta líka fundið fyrir áreitinu, en vanalega ekki í sama mæli og samkynhneigði einstaklingurinn sem finnur fyrir sínu eðli og vill lifa í samræmi við það. En hvers vegna er þessi lífsreynsla jafn spennuþrungin og raun ber vitni? Það sem skapar hvað mestu erfiðleikana við þessar aðstæður er sú staðalmynd sem hefur þróast með samfélaginu í árþúsundir um hvað telst eðlilegt.

Lesa meira