Jákvæðar hugsanir til að „halda út matarkúr“

Hérna eru nokkur ráð til að „halda út matarkúr“ og forðast að falla í freistni. Aðalatriðið er að fara ekki í tímabundinn megrunarkúr. Það er orðið algengt viðmið að borða allan almennan mat, ekki of mikið í einu og helst ávexti eða grænmeti og þá helst lífrænt ræktað sé þess kostur.

Hugsunin er sú að að leggja áherslu á matarvenjur veiðimannsins og fæðusafnarans en forðast hvítt hveiti, transfitusýrur og sykur. Það skiptir máli að beina sjónum að öðrum hlutum þegar athygli snýst að mat. Að nærast reglulega á tveggja til þriggja tíma fresti en ekki að svelta sig heilu og hálfu dagana og oféta þegar matur er á borðum. Í raun er þetta einfalt reikningsdæmi, þ.e. kaloríur inn og kalóríur út með hreyfingu og viðeigandi brennslu. Forðist jójó áhrif af ístöðulausum kúrum og tali um kúra sem eru í raun aðeins sjálfsblekking. Þetta er ekki spurning um að fara í tímabundinn megrunarkúr, heldur að breyta lífsstílnum til lengri tíma.

Teldu þér trú um að:

  • Ég nýt lífsins, þegar ég neita mér um kaloríuríkan mat.
  • Kúr virkar, þegar ég vil láta hann virka og legg mig fram um að breyta lífsháttum mínum.
  • Matur er lyf.
  • Að hafa meiri kraft og heilsu er betri líðan en að finna fyrir magafylli (södd/saddur).
  • Kúr virkar ef ég svík ekki.
  • Ég nýt þess að hafa stjórn á hvatvísi til að borða of mikið. Settu aðeins einu sinni á diskinn.
  • Ég er mögulega þreyttur en ekki svangur. Getur vatnssopi og hvíld látið mér líða betur?
  • Ég er mögulega kvíðin(n), en ekki svöng/svangur. Hvað með að fara út að ganga en ekki fara í ísskápinn?

Forðastu þessar goðsagnir:

Það er í lagi að svíkja í þetta sinn. Þetta verður aðeins til að brjóta niður eigin mótstöðuvilja. Það er í lagi að vera að verðlauna sig af og til. Það vekur upp æst hormóna villidýr sem öskrar á meiri mat og „kúrinn“ kominn á hættustig. Það er betra að taka tíma í að koma kúrnum af stað. Það má alveg setja af stað mjög ögrandi breytingar á mataræði á þremur sólarhringum. Ég má borða mig sadda(n). Við erum alltaf með verulega falska hugmynd um eigin neysluþörf við máltíð. Meðvitað áttum við okkur löngu síðar á því að við vorum orðin södd. Í raun skilur hér á milli þeirra sem halda sér grönnum og þeirra sem eru í yfirvigt, vegna þess að þeir fyrrnefndu borða síður yfir sig af því sem þeim þykir gott.

Heimildir:

Barrett, Deirdre. (2007). Waistland. New York. W.W.Norton & Company. Pelusi, Nando. (2008). An Outside Appetite Courtesy of Evolution. Psychology Today. October, bls. 67. Pollan, Michael. (2006). The Omnivore´s Dilemma .The Penguin Press.