GOTT UPPELDI - TÍU BOÐORÐ

Hér eru tíu helstu atriðin sem segja til um hvort uppeldið sé í góðum farvegi og gefi barninu öflugt veganesti út í lífið. Þessi listi byggir á sálfræðilegum rannsóknum og gefur forspá um hamingju barns, heilsu þess og árangur í lífinu.

  1. Ást og umhyggja Stuðningur ykkar sem foreldrar, að þið samþykkið barnið eins og það er, sýnið því ástúð í verki og eigið saman gæðastundir. Íslenskar rannsóknir styðja við þetta en á meðal þess sem hefur komið fram er að samverustundir með foreldrum sé eitt af lykilatriðum í vímuefnaforvörnum. Fróðleiksfúsir geta til dæmis kynnt sér efnið nánar á heimasíðu forvarnardagsins.

  2. Streitustjórnun

Að þið takið sjálf tíma til að takast á við kvíða og áhyggjur. Að barnið finni að streita sé eitthvað sem unnið er með og unnið er úr. Þjálfa sig í slökun og gefa jákvæða túlkun á því sem er að gerast í kringum barnið.

  1. Samskiptahæfileikar Að eiga góð samskipti við hitt foreldrið og aðra sem koma nálægt uppeldi barnsins. Ekki síður að eiga góð og uppbyggjandi samskipti við annað fólk.

  2. Stuðningur og sjálfstæði Að styðja barnið með virðingu og styrkja það til að vera sjálfum sér nægt og treysta á sig sjálft.

  3. Menntun og kennsla Að styðja og gefa barninu þá fyrirmynd að nám sé æskilegt og gefandi fyrir barnið. Ekki síður að sjá til þess að valkostir í gefandi námi séu til staðar.

  4. Lífsleikni Að barnið finni að það þurfi ekki að óttast afkomu sína. Að innkoma sé örugg fyrir fjölskylduna og framtíðin trygg.

  5. Stjórn á hegðun Að nota frekar jákvæða styrkingu (það er að verðlauna góða hegðun, en ekki refsa fyrir óæskilega) og refsa aðeins ef aðrar leiðir hafa ekki náð neinum árangri.

  6. Heilsa Að þið hafið heilbrigða lífshætti og góðar lífsvenjur. Að æfa sig reglulega og nærast á sem bestan hátt.

  7. Siðferðisleg samvera Að barnið finni fyrir því að uppeldið og samveran sé gott siðferði sem sé í góðu samræmi við líðan þess og vinni vel úr tilfinninglegri líðan barnsins. Að barnið taki þátt í samverustundum og félagslega jákvæðum uppákomum.

  8. Öryggi Forvarnir til að vernda barnið og halda vöku þess fyrir hegðun og samveru með félögum.

Þótt margar af þessum rannsóknum séu miðaðar við bandarískar aðstæður er engin ástæða til annars en að virða hugmyndirnar og gera það besta sem hverju foreldri býðst í aðstæðum. Atriðin eru leiðbeinandi og hægt er að aðlaga margs kyns uppeldisaðferðir að þeim, en það er verk sem hvert og eitt foreldri þarf að gera upp við sig. Listinn er þannig upp settur að þau atriði sem eru talin áhrifaríkari eru ofar.

Heimildir: Robert Epstein. 2010. What Makes a Good Parent? Scientific American Mind. November/December. Bls. 46.

Frétt af Vísi.is frá 25. maí 2007, vistuð á vef HR. Slóðin er: http://www.hr.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=12225

Vefsíðan Forvarnardagur.is. Slóðin er: http://www.forvarnardagur.is/