Blogs

AÐ MEÐHÖNDLA VONBRIGÐI BETUR

Vonbrigði kalla oft fram vanlíðan og vonleysi. Það eru eðlileg viðbrögð. Þetta er ekki besta tilfinning í heimi, en óneitanlega hluti af litrófi lífsins. Við verðum fyrir vonbrigðum þegar væntingar okkar bregðast, óháð því hvort væntingarnar séu háleitar eða einfaldar. Vonbrigði eru nauðsynleg skilaboð sem þarf að taka mark á og fara eftir. Þau geta sagt okkur hvort væntingarnar séu að drífa okkur áfram til góðra verka eða almennt of háleitar og jafnvel úr takti við raunveruleikann.

Lesa meira

FJÁRMÁLAFÍKN: FLÓTTI FRÁ SJÁLFSKYNJUN

Það þarf að eiga sér stað vitundarvakning hvað varðar fjármálafíkn og þau skaðlegu áhrif sem hún hefur á fíkilinn, hans nánustu, samstarfsmenn hans og alla þá sem verða fyrir barðinu á hegðun fíkilsins. Fyrsta skrefið er að horfast í augu við þráhyggjuna sem fylgir fíkninni, afneitunina gagnvart eigin hegðun og mótþróann við að takast á við vandamálið. Þessir þættir standa helst í vegi fyrir því að fíkillinn viðurkenni hegðun sína og takist á við fíknina eða óstjórnanlegu hegðunina (Schaef, 1997).

Lesa meira

Svefnvandamál

úr flokknum einstaklingsráðgjöf

Rannsóknir sýna að röskun á svefni eykur álag á líkamanum á svipaðan máta og kvíði eða streita (Irwin, Wang, Ribeiro og fleiri, 2009). Því þarf að taka svefnröskun alvarlega og þjálfa sig svo að það verði ekki að krónísku vandamáli. Hérna ætla ég að gefa nokkur ráð sem geta verið hjálpleg þegar reynt er að bæta svefnvenjur og fá betri svefn. Það er betra að halda sig við reglubundna daglega venju.

Lesa meira

Fæðingarþunglyndi eða meðgönguþunglyndi (post partum depression)

úr flokknum einstaklingsráðgjöf

Hvað er fæðingarþunglyndi? Ef þunglyndiseinkenni koma fram innan 4 vikna frá fæðingu er það skilgreint sem fæðingarþunglyndi. Sömuleiðis ef um er að ræða þunga líðan eftir tvær vikur frá fæðingu ef hún er nær stöðug. Einkenni geta verið frá því að vera væg til þess að vera mjög sterk og fela í sér mikla vanlíðan. Væg einkenni þunglyndis og geðbrigða eru algeng og ber að vinna úr þeim með stuðningi, góðri hreyfingu, fjölbreyttu fæði og hvíld.

Lesa meira

GOTT UPPELDI - TÍU BOÐORÐ

úr flokknum einstaklingsráðgjöf

Hér eru tíu helstu atriðin sem segja til um hvort uppeldið sé í góðum farvegi og gefi barninu öflugt veganesti út í lífið. Þessi listi byggir á sálfræðilegum rannsóknum og gefur forspá um hamingju barns, heilsu þess og árangur í lífinu. Ást og umhyggja Stuðningur ykkar sem foreldrar, að þið samþykkið barnið eins og það er, sýnið því ástúð í verki og eigið saman gæðastundir. Íslenskar rannsóknir styðja við þetta en á meðal þess sem hefur komið fram er að samverustundir með foreldrum sé eitt af lykilatriðum í vímuefnaforvörnum.

Lesa meira

HINSEGIN, EÐA HVAÐ?

úr flokknum einstaklingsráðgjöf

Sá viðburður að koma út úr skápnum reynist flestum samkynhneigðum einstaklingum mjög erfið lífsreynsla. Þetta getur sömuleiðis verið erfið stund fyrir aðstandendur, maka, foreldra og börn. Ættingjar, vinir og vinnufélagar geta líka fundið fyrir áreitinu, en vanalega ekki í sama mæli og samkynhneigði einstaklingurinn sem finnur fyrir sínu eðli og vill lifa í samræmi við það. En hvers vegna er þessi lífsreynsla jafn spennuþrungin og raun ber vitni? Það sem skapar hvað mestu erfiðleikana við þessar aðstæður er sú staðalmynd sem hefur þróast með samfélaginu í árþúsundir um hvað telst eðlilegt.

Lesa meira

Jákvæðar hugsanir til að „halda út matarkúr“

úr flokknum einstaklingsráðgjöf

Hérna eru nokkur ráð til að „halda út matarkúr“ og forðast að falla í freistni. Aðalatriðið er að fara ekki í tímabundinn megrunarkúr. Það er orðið algengt viðmið að borða allan almennan mat, ekki of mikið í einu og helst ávexti eða grænmeti og þá helst lífrænt ræktað sé þess kostur. Hugsunin er sú að að leggja áherslu á matarvenjur veiðimannsins og fæðusafnarans en forðast hvítt hveiti, transfitusýrur og sykur. Það skiptir máli að beina sjónum að öðrum hlutum þegar athygli snýst að mat.

Lesa meira

ORÐRÓMUR, RÓGUR EÐA ÁRÓÐUR?

úr flokknum einstaklingsráðgjöf

Í kreppunni og þeim aðstæðum sem sköpuðust í íslensku samfélagi eftir bankahrunið 2008 hefur orðrómur og rógburður um náungann verið mjög áberandi í samfélaginu. Kreppuaðstæður eru kjöraðstæður fyrir dreifingu orðróma, því oft vantar upplýsingar um menn og málefni og mikil óvissa ríkir í kringum brýn atriði í umræðunni eins og t.d. hvað stjórnvöld eða fjármálastofnanirnar ætli sér að gera í hinum ýmsum málum. Í tímaritinu Psychology Today í desember 2008 birtist mjög áhugaverð grein um orðróm og flökkusögur (Clark, 2008).

Lesa meira

Starfsendurhæfing: Hvað geta rannsóknir í íþróttasálfræði kennt okkur?

úr flokknum fyrirtækjaráðgjöf

Starfsendurhæfing gengur almennt út á að hjálpa þeim sem missa vinnu eða eiga erfitt með að fá vinnu sökum sjúkdóma, slysa, örorku eða félagslegra aðstæðna að komast aftur út á vinnumarkaðinn og taka virkan þátt í samfélaginu. Endurhæfingin getur falist í námi eða starfsþjálfun og öllum úrræðum er beitt til að auka lífsgæði og endurnýja starfsþrek þeirra. Þegar afreksíþróttafólk meiðist illa í slysum tekur endurhæfingarferli við og íþróttafólkið getur þurft að hverfa frá þjálfun á sinni íþrótt til lengri tíma.

Lesa meira

SÓLSKINIÐ GERIR OKKUR KÆRULAUS, EN BIRTUSKORTUR EYKUR NEYSLUÞÖRFINA

úr flokknum einstaklingsráðgjöf

Það er full ástæða til að fylgjast vel með veðurspánni, því veðurfarið hefur áhrif á líðan okkar og þar með hvernig við hegðum okkur. Sólskinið gerir okkur viðmótsþýðari og viljugari til að þóknast öðrum. Á sólríkum dögum, hvort sem kalt sé í veðri eða ekki, erum við líklegri til að svara spurningum frá spyrlum og erum örlátari á þjórfé. Fólk er jafnvel rausnarlegra í gluggalausum hótelherbergjum ef þeim er sagt að úti sé sól heldur en ef þeim er sagt að úti sé skýjað veður.

Lesa meira